Gretchen Whitmer
Gretchen Esther Whitmer (f. 23. ágúst 1971) er bandarískur lögfræðingur og stjórnmálamaður úr röðum Demókrata sem hefur verið fylkisstjóri Michigans frá árinu 2019. Áður hafði hún setið í báðum deildum löggjafarþings fylkisins, neðri deild þess frá 2001 til 2006 og efri deildinni frá 2006 til 2015.Whitmer er fædd í Lansing í Michigan og uppalin þar og flutti síðar til Grand Rapids. Hún fór í Michigan State University og lauk lagaprófi frá Detroit College of Law. Stjórnmálaferill hennar hófst með kjöri hennar til neðri deildar fylkisþingsins árið 2000 en árið 2006 sigraði hún sérstakar kosningar um laust sæti í efri deildinni. Frá 2011 til 2015 leiddi hún Demókrataflokkinn í efri deildinni. Whitmer vakti athygli á landsvísu 2013 vegna umræðu um þungunarrof þar sem hún lýsti reynslu sinni af því að hafa verið þolandi kynferðisofbeldis. Whitmer náði kjöri sem fylkisstjóri Michigan með 53,3% atkvæða í kosningunum 2018 og tók við því embætti 2019 og gegnir því enn. Hún náði endurkjöri í kosningunum 2022 með 54,4% atkvæða.
Gretchhen Whitmer | |
---|---|
Fylkisstjóri Michigan | |
Núverandi | |
Tók við embætti 1. janúar 2019 | |
Vararíkisstjóri | Garlin Gilchrist |
Forveri | Rick Snyder |
Fulltrúadeildarþingmaður fyrir 23. kjördæmi Michigan | |
Í embætti 21. mars 2006 – 1. janúar 2015 | |
Forveri | Virgil Bernero |
Eftirmaður | Curtis Hertel Jr. |
Þingmaður í fulltrúadeild Michigan | |
Í embætti 1. janúar 2001 – 21. mars 2006 | |
Forveri | Judy Emmons |
Eftirmaður | Mark Meadows |
Persónulegar upplýsingar | |
Fædd | 23. ágúst 1971 Lansing, Michigan, Bandaríkin |
Stjórnmálaflokkur | Demókrataflokkurinn |
Maki | Gary Shrewsbury (skilin) Marc Mallory (g. 2011) |
Starf | Stjórnmálamaður, lögfræðingur |
Undirskrift |
Whitmer hefur vakið athygli á landsvísu í Bandaríkjunum. Árið 2020 var hún valin af Demókrötum til að flytja andsvar þeirra við stefnuræðu Donald Trump, þáverandi forseta Bandaríkjanna. Hún kom sem greina sem eitt af fjórum mögulegum varaforsetaefnum Joe Bidens í forsetakosningunum 2020. Whitmer hefur verið nefnd af fjölmiðlum og álitsgjöfum sem mögulegur frambjóðandi til embættis forseta Bandaríkjanna.