Grassía
Grassía eða medicamentum gratia probatum, einnig nefnt harlemolía var þykkur brúnleitur vökvi sem seldur var sem meðal. Þessi mixtúra var búin til árið 1696 af Claes Tilly frá Haarlem í Hollandi. Grassía var blanda af brennisteini, trjákvoðu (terpentínu úr furukvoðu) og línolíu. Hlutföllin eru þannig að þyngdin var 1 hluti af brennisteini á móti 5 hlutum af furukvoðu (16% brennisteinn, 80% terpentína úr furukvoðu og 4 % línolía). Virka efnið í grassíu er Anethole trithione.
Grassía varð vinsæl heilsumixtúra meðal hollenskra sjómanna og farmanna og barst þannig um heiminn. Grassía var fyrsta lífselixír kynjalyfið sem náði vinsældum á Íslandi. Grassíudropar áttu að vera allra meina bót og söluaðili á Íslandi fullyrti: „Gratia probatum læknar allan skjálfta og máttleysi i útlimum, alla blóðólgu, maga- og lifrarsjúkdóma, lungnaveiki, síðustingi, brjóstþyngsli, bæði innri og ytri meiðsli, kýli, móðursýki og tíðateppu. Það bætir og hægðir til baks og kviðar, hreinsar blóðið fyrir skaðlegum vessum og veitir andlitum heilbrigðislit. Þeir, sem veikir eru af skyrbjúg, vatnssýki eða beinkröm, skulu taka annan hvern dag fimmtán dropa, en börnum skal gefa það eftir aldri." Ennfremur var fullyrt að grassían læknaði gigt, hjartslátt, höfuðverk og beinskaða og augnveiki, linaði tannþrautir og læknaði eyrnaverk og læknaði steinsótt algjörlega á níu mánuðum.
Tenglar
breyta- Haarlem oil Geymt 6 apríl 2018 í Wayback Machine
- Mynd af grassíuflösku með norskri áletrun
- Haarlem olía (grein á frönsku)
- Leiðarvísir frá 1749 um notkun Medicamentum Gratia Probatum (Harleem Oil) Geymt 15 mars 2017 í Wayback Machine
- Leiðarvísir á ensku um "Dutch Drops" eða medicamentum Gratia Probatum Geymt 14 mars 2017 í Wayback Machine
- Anethole trithione (virka efnið í grassíu)