Grallarinn

Grallarinn eða Graduale, Ein Almenneleg messusaungs Bok, Innehalldande þann Saung og Cerimoniur sem i Kyrkkiunne eiga ad syngiast og halldast hier i Landi, epter goodre og Christelegre Sidveniu, sem og vors Allra Naaduagasta Arfa-Kons og Herra, Kyrkiu Ritual er sálmabók sem gefin var út af Guðbrandi Þorlákssyni á Hólum árið 1594[1]. Hún var notuð í kirkjum á Íslandi í um tvö hundruð ár eftir það og hafði mikil áhrif á messusiði. Grallarinn var sniðinn eftir Graduale eftir Niels Jesperssøn sem var prentuð árið 1573.

Ágrip um söngfræði eftir Þórð biskup Þorláksson birtist í 6. útgáfu grallarans frá 1691 og var prentað aftan við allar útgáfur grallarans síðan þá. Nítjánda og síðasta útgáfa grallarans kom út á Hólum árið 1779.

TenglarBreyta

TilvísanirBreyta

  1. Einar Sigurbjörnsson, 2012. Embættisgjörð, s.203:
   Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.