Grafkerjamenningin eða brunaöld er tímabil í forsögu Mið- og Norður-Evrópu seint á bronsöld þegar farið var að brenna lík og setja öskuna í grafker sem síðan voru grafin í sérstökum görðum eða lögð í grafhauga. Grafkerjamenningin tók smám saman við af grafhaugamenningunni um 1300 f.Kr. og stóð til um 750 f.Kr. þegar Hallstattmenningin tók við.

Einfaldað kort sem sýnir skiptingu milli menningarsvæðia um 1200 f.Kr.. Grafkerjamenningin (rauð), Knoviz-menningin (appelsínugul), Lúsatíumenningin (fjólublá), Dónármenningin (brún), Terramare (blá), Atlantshafsmenningin (græn) og norræna bronsöldin (gul).
  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.