Grýla er að sönnu gömul herkerling
Á Wikiheimild er að finna texta sem tengist
Grýla er að sönnu gömul herkerling er gamalt Grýlukvæði eða einhvers konar Grýlubarnaþula. Jón Árnason (1819-1888) þjóðsagnasafnari þekkti þuluna frá barnsaldri og lét prenta hana út í Íslenzkum þjóðsögum og æfintýrum árið 1862:
- Grýla er að sönnu
- gömul herkerling,
- bæði á hún bónda
- og börn tuttugu.
- Eitt heitir Skreppur,
- annað Leppur,
- þriðji Þröstur,
- Þrándur hinn fjórði,
- Böðvar og Brýnki,
- Bolli og Hnúta,
- Koppur og Kippa,
- Strokkur og trympa,
- Dallur og Dáni,
- Sleggja og Sláni,
- Djángi og Skotta.
- Ól hún í elli
- eina tvíbura,
- Sighvat og Syrpu
- og sofnuðu bæði.