Grænlenska stafrófið

Grænlenska stafrófið er stafróf sem notað er í nútíma grænlensku og hefur verið í gildi frá 1973. Í því eru 19 bókstafir:

A E F G H I J K L M N O P Q R S T U V
a e f g h i j k l m n o p q r s t u v

Þar að auki er bókstafirnir b, c, d, h, x, y, z, w, æ, ø og å notaðir í tökuorðum og nöfnum af erlendum uppruna.

Grænlenska er sem ritmál ólík öðrum inúítamálum, byggir það á því að grænlenska fékk staðlað ritmál snemma. Það var Samuel Kleinschmidt sem skapaði grænlenskan ritstaðal um miðja 19. öld. Þessi staðall var í gildi fram til 1973 þegar núverandi staðall tók gildi. Í eldra staðlinum var meðal annars notaður sérstakur bókstafur ĸ (Ux0138 í Unicode), í nýja staðlinum er bókstafurinn Q notaður í stað ĸ.

Tengt efni breyta