Græðisúra

Græðisúra (fræðiheiti Plantago major) er 10 - 30 sm jurt sem vex víðast hvar í Evrópu og norður og mið-Asíu. Græðisúra vex víða á sunnan- og vestanverðu Íslandi og í kringum þéttbýli, einkum þar sem er jarðhiti. Blóm græðisúru eru smá og grænleit og standa þétt saman í 2 - 12 sm löngum axi. Blöðin eru breið, egglaga og bogstrengjótt.

Græðisúra
Grote weegbree bloeiwijze Plantago major subsp. major.jpg
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
(óraðað): Angiosperms
(óraðað) Eudicots
(óraðað) Asterids
Ættbálkur: Varablómabálkur (Lamiales)
Ætt: Græðisúruætt (Plantaginaceae)
Ættkvísl: Plantago
Tegund:
P. major

Tvínefni
Plantago major
L.

Til lækningaBreyta

Græðisúra hefur lengi verið notuð til lækninga og talin þvagdrífandi og mýkjandi. Einnig þótti hún er góð til að stöðva blæðingar og vera slímlosandi. Þó var hún fyrst og fremst notuð við sýkingum og bólgu í þvagfærum. Þar sem hún er mjög vítamínrík þá þótti hún mjög hentug við skyrbjúg.[1]

TilvísanirBreyta

  1. „Sjúkrahús“. Skriðuklaustur. Sótt 30. desember 2013.

HeimildirBreyta

 
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
 
Wikilífverur eru með efni sem tengist