Grátmúrinn

Grátmúrinn (hebreska: Kotel Ma’aravi = Vesturmúrinn) er forn múrveggur í gömlu borginni í Jerúsalem. Hann er 48 metra langur og 18 metra hár og stendur á undirstöðum gamla musteris Gyðinga. Gyðingar biðja þar til að minnast tortímingar musterisins og skilja gjarnan eftir miða með bænum sínum og óskum í rifum múrsins. Veggurinn er heilagur í augum trúaðra Gyðinga. [1]

Grátmúrinn.
Grátmúrinn

TilvísanirBreyta

  1. Jerúsalem Ferðaheimur. Skoðað 28. september, 2016.