Gottfried Heinrich greifi af Pappenheim

Gottfried Heinrich greifi af Pappenheim (29. maí 159417. nóvember 1632) var hermarskálkur í her keisara hins Heilaga rómverska ríkis í Þrjátíu ára stríðinu. Hann þótti gríðarlega hæfur herforingi og var settur yfir sveit brynjuriddara 1622. Eftir það tók hann þátt í bardögum gegn Kristjáni 4. undir stjórn Tillys og eyðingu Magdeborgar 1631. Þegar Svíar réðust inn á meginlandið gerði hann þeim marga skráveifu í herför þeirra suður til Bæjaralands og mætti þeim síðan í orrustunni við Lützen þar sem hann hlaut banasár.

Pappenheim
  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.