Nothofagus nitida[1] (Coigüe de Chiloé á spænsku ) er sígrænt tré, ættað frá Chile og hugsanlega Argentínu, það vex frá 40° til Última Esperanza (53°S).

Nothofagus nitida
Grein með blöðum.
Grein með blöðum.
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Beykibálkur (Fagales)
Ætt: Nothofagaceae
Ættkvísl: Nothofagus
Tegund:
N. nitida

Tvínefni
Nothofagus nitida
(Phil.) Krasser
Samheiti

Fagus nitida

Lýsing breyta

Að 35 m há og 2m í þvermál. Börkurinn er grár. Það kýs mjög rakan jarðveg.

Blöðin eru stakstæð, á milli 1,5 til 3 sm á lengd, þau eru hörð, lensulaga, gljáandi græn og með stuttum blaðlegg. Nýjir sprotar eru aðeins hærðir.

Orðsifjar breyta

"Notho" = ekki, "Fagus" = beyki; ekki-beyki. "Nitida" þýðir glansandi.

Nytjar breyta

Viðurinn er hvít-gulleitur. Hann hefur fallegt munstur og notaður í húsgögn og byggingar.

Tilvísanir breyta

  • Donoso, Claudio. 2005. Árboles nativos de Chile. Guía de reconocimiento. Valdivia, Chile
  • Hoffmann, Adriana, 1998. Flora Silvestre de Chile. Fundación Claudio Gay. Santiago.

Ytri tenglar breyta


 
Wikilífverur eru með efni sem tengist
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  1. Krasser, 1896 In: Ann. K. K. Naturhist. Hofmus. 11: 163