Kalsedón
(Endurbeint frá Glerhallur)
Kalsedón (líka þekkt sem glerhallur eða draugasteinn) er kvarssteinn.
Lýsing
breytaKalsedón er kísilsteind, myndlaus en smágerð, þráðótt. Hálfgegnsætt með daufum gler- eða fitugljáa. Oftast hvítleitt eða gráleitt, en aðrir litir hafa einnig fundist. Íslenska orðið draugasteinn vísar til þess að slíkur steinn ljómar í myrkri við sérstakar aðstæður [1]
- Efnasamsetning: SiO2
- Kristalagerð: trígónal (hexagónal)
- Harka: 7
- Eðlisþyngd: 2,57-2,65
- Kleyfni: engin
Útbreiðsla
breytaKalsedón er algeng holufylling í þóleiítbasalti og líparíti. Oft yst í holum þar sem kvars er innst.
Heimild
breyta- Kristján Sæmundsson og Einar Gunnlaugsson (1999) Íslenska steinabókin. ISBN 9979-3-1856-2