Gipsy Kings er frönsk gítarhljómsveit best þekkt fyrir að spila Rumba Catalana, poppaða gerð flamenkótónlistar. Hljómsveitin hlaut fyrst vinsældir fyrir samnefnda plötu sína, Gypsy Kings, sem á voru meðal annars lögin Djobi, Djoba, Bamboleo og Un Amor. Eitt þekktasta lagið þeirra er Volare, en það er rúmbaútgáfa á lagi Domenico Modugnos Nel Blu Dipinto Di blu. Meðlimir hljómsveitarinnar koma úr tveimur spænskum sígaunafjölskyldum, Reyes og Baliardo, en þær eru skyldar og fluttu báðar frá Spáni í borgarastyrjöldinni. Meðlimir sveitarinnar eru:

  • Nicolas Reyes - söngur
  • Pablo Reyes - bakraddir, gítar
  • Canut Reyes - bakraddir, gítar
  • Patchai Reyes - bakraddir, gítar
  • Andre Reyes - gítar
  • Diego Baliardo - gítar
  • Paco Baliardo - gítar
  • Tonino Baliardo - fyrsti gítar

Hljómplötur

breyta

Gipsy Kings hafa gefið út eftirfarandi plötur:

Tenglar

breyta