Gervikraftur í eðlisfræði kallast sú hröðun, sem verður í kerfi sem ekki er tregðukerfi og birtist athuganda sem kraftur (skv. 2. lögmáli Newtons, F=ma). Gervikraftar hafa enga sjálfstæða tilvist heldur eru þeir háðir hnitakerfinu, sem þeim er lýst með, t.d. svigkraftur jarðar (corioliskraftur).