Grímuskríkja

(Endurbeint frá Geothlypis trichas)

Grímuskríkja (Geothlypis trichas) er spörfugl sem er útbreiddur í Norður-Ameríku og Mið-Ameríku. Hann á varpstöðvar lengst í norður-Kanada. Baksíða fuglsins er ólífugræn, bringa gul og magi hvítur. Karlfuglar hafa svart andlit. Lengd grímuskríkju er 11-13 sentimetrar og er þyngd hennar aðeins 8-9 grömm.

Grímuskríkja
Karlfugl
Karlfugl
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Fuglar (Aves)
Ættbálkur: Spörfuglar (Passeriformes)
Ætt: Þrestir (Parulidae)
Ættkvísl: Geothlypis
Tegund:
G. trichas

Tvínefni
Geothlypis trichas
Linnaeus, 1766
Útbreiðslukort. Gulur: Varpstaðir. Blár: Veturseta. Grænn: Staðfugl
Útbreiðslukort. Gulur: Varpstaðir. Blár: Veturseta. Grænn: Staðfugl
Kvenfugl.

Fuglinn er flækingur á Íslandi og fannst hér fyrst 1997 á Reykjanesskaga. [1]

Tilvísanir

breyta
  1. Grímuskríkja finnst hér Mbl.is, sótt 11. okt. 2022
   Þessi fuglagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.