Georgísk skrifletur

(Endurbeint frá Georgíska stafrófið)

Georgísk skrifletur (georgíska: ქართული დამწერლობა kartuli damts'erloba) eru þrjú skrifletur sem notuð eru til þess að skrifa georgísku og nokkur fleiri mál í suðurhluta Kákasus. Stafrófið heitir Mkhedruli (მხედრული, „riddaramennska“ eða „hernaður“) og er þriðja georgíska stafrófið sem tekið er í notkun.

Öll georgísku stafrófin hafa bara einn ritunarhátt á hverjum staf þ.e. þar eru ekki notaðir hástafir og lágstafir heldur bara einn stafur sem táknar bæði. En eins og áður kom fram er Asomtavruli stafrófið stundum notað sem hástafir.

Skrifletur

breyta

Asomtavruli

breyta

Georgíska hefur verið rituð með þremur mismunandi stafrófum í gegnum tíðina en saga ritaðs máls í Georgíu hófst á 4-5 öld. Georgía tók upp kristni árið 330 og átti það sinn þátt í að fyrsta stafrófið leit dagsins ljós. Það stafróf heitir asomtavruli (ასომთავრული,„hástafir“) orðið kemur frá aso (ასო, „stafur“, „gerð“) og mtavari (მთავარი, „aðal“, „megin“, „helstu“, „höfuð“). Þetta stafróf gengur einnig undir nafninu mrgvlovani (მრგვლოვანი, „hringlaga“) orðið er skylt orðinu mrgvali (მრგვალი, „hringur“).

Asomtavruli bréf
ႭჃ,
 

Nuskhuri

breyta

Annað stafrófið sem notað var kom fram á 9. öld og heitir nuskhuri (ნუსხური „lítið“, „smátt“). Nuskhuri er skylt orðinu nuskha (ნუსხა „birgðaskrá“, „dagskrá“). Þetta stafróf var mest notað í trúarlegum verkum en hefur einnig verið notað með asomtavruli stafrófinu en þá eru asomtavruli stafirnir notaðir sem hástafir.

Nuskhuri bréf
ⴍⴣ, ⴓ

Mkhedruli

breyta

Það stafróf sem notað er í dag heitir mkhedruli (მხედრული, „riddaramennska“ eða „hernaður“). Það kom fyrst fram á 10. öld og var notað fyrir allan þann texta sem var ekki trúarlegs eðlis þar til á 18. öld en þá tók þetta stafróf einnig við khutsuri stílnum en það kallast stíllinn þegar hin tvö stafrófin eru notuð saman þ.e. asomtavruli fyrir hástafi og nuskhuri fyrir lágstafi. Mkhedruli er skylt orðinu mkhedari (მხედარი, „hestamaður“, „riddari“ eða „stríðsmaður“); khutsuri er skylt orðinu khutsesi (ხუცესი, „öldungur“ eða „prestur“).

Mkhedruli bréf