Geoffrey Stephen Kirk (3. desember 192110. mars 2003) var breskur fornfræðingur og textafræðingur. Hann er þekktur fyrir rit sín um frumherja grískrar heimspeki, forngrískar bókmenntir og gríska goðafræði.

Kirk hlaut menntun sína við Rossall School og Clare College, Cambridge. Kirk gerði hlé á námi sínu í Cambridge til þess að gegna herþjónustu. Hann gekk í breska sjóherinn og var lengst af á Eyjahafi. Hann sneri aftur til Cambridge árið 1946 og brautskráðist.

Kirk hlaut rannsóknarstyrk við Trinity Hall, Cambridge að námi sínu loknu en varð síðar lektor. Hann varð Regius prófessor í grísku árið 1974 en settist i helgan stein árið 1982.

Helstu verk

breyta

Bækur

breyta
  • The Nature of Greek Myths (1980).
  • Archilochos (ásamt Michael Ayrton) (1977).
  • Homer and the Oral Tradition (1976).
  • Myth: Its Meaning and Functions in Ancient and Other Cultures (1970).
  • The Songs of Homer (1962). (Kom út sem Homer and the Epic (1965)).
  • Heraclitus, The Cosmic Fragments (1954).

Ritstjórn

breyta
  • The Iliad: A Commentary (1990-3) í sex bindum
  • The Language and Background of Homer - Some Recent Studies and Controversies (1964).
  • The Presocratic Philosophers: A Critical History with a Selection of Texts (ásamt J.E. Raven) (1957).
   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.