Gangspil er spil sem notað er til þess að draga þunga hluti upp, t.d. akkeri í skeið eða minni báta á land og létta þar með undir setningu. Gangspil á Íslandi, sem voru algeng í fjörum, voru einnig nefnd bátsspil, vinduspil eða gangvinda. Fyrst er þeirra getið hér á landi 1762.