Gamma (fjármálafyrirtæki)

GAMMA (eða GAMMA Capital Management hf) er rekstrarfélag verðbréfasjóða sem var stofnað í júní árið 2008.

GAMMA er nú (árið 2017) með um 140 milljarða króna í stýringu[1]  fyrir m.a. lífeyrissjóði, tryggingarfélög, innlendar og erlendar bankastofnanir, fyrirtæki og einstaklinga. Félagið rekur fjölda sjóða, bæði hefðbundna verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði. Þá hefur félagið jafnframt sinnt mörgum samfélagsverkefnum styrkt við menningu og listir, bæði á Íslandi og erlendis.

Höfuðstöðvar GAMMA eru í Reykjavík en félagið rekur einnig skrifstofur í London og New York.

Stjórn félagsins skipa þau Hlíf Sturludóttir (stjórnarformaður), Gunnar Sturluson hrl. og Sveinn Biering Jónsson.

Eigendur GAMMA[2]

breyta

GAMMA er stofnað af Gísla Haukssyni og Agnari Tómasi Möller. Þeir eru jafnframt stærstu eigendur félagsins.

  • Ægir Invest ehf. (30,97%) - Gísli Hauksson á 100% hlutafjár í Ægi Invest ehf.,
  • Agnar Tómas Möller (30,97%), 
  • Straumnes eignarhaldsfélag ehf. (9,99%) - Straumnes  eignarhaldsfélag ehf. er í eigu Helgafells eignarhaldsfélags ehf., sem er í eigu  Ara Fenger, Bjargar Fenger og Kristínar Fenger, 
  • Volga ehf. (9,99%) - Guðmundur Björnsson á 100% hlutafjár í Volga ehf., 
  • GAMMA Capital Management hf (6,5%), 
  • Valdimar Ármann (4,97%), 
  • LTT ehf. (3,6%) - Lýður Þór Þorgeirsson á 100% hlutafjár í LTT ehf., 
  • Polygon ehf. (2%) - Jónmundur Guðmarsson á 100% hlutafjár í Polygon ehf. og 
  • Úlfsdalir ehf. (1%) - Ragnar Jónasson á 100% hlutafjár í Úlfsdalir ehf.

Sjóðir GAMMA[3]

breyta
  • GAMMA: GOV (Verðbréfasjóður, stofnaður árið 2009)
  • GAMMA: INDEX (Verðbréfasjóður, stofnaður árið 2010)
  • GAMMA: TOTAL RETURN (Fjárfestingarsjóður, stofnaður árið 2012)
  • GAMMA: EQUITY (Fjárfestingarsjóður, stofnaður árið 2013)
  • GAMMA: CREDIT (Fjárfestingarsjóður, stofnaður árið 2013)
  • GAMMA: COVERED (Fjárfestingarsjóður, stofnaður árið 2015)
  • GAMMA: LIQUID (Fjárfestingarsjóður, stofnaður árið 2016)
  • GAMMA: EQ1 (Fagfjárfestasjóður, stofnaður árið 2011)
  • GAMMA: FIXED INCOME (Fagfjárfestasjóður, stofnaður árið 2009)
  • GAMMA: GLOBAL INVEST (Fjárfestingarsjóður, stofnaður árið 2016)

Ráðgjöf[4]

breyta

GAMMA Ráðgjöf hefur frá stofnun félagsins veitt fyrirtækjaráðgjöf mörgum af stærstu fyrirtækjum landsins. Meðal þeirra fyrirtækja sem GAMMA Ráðgjöf hefur veitt þjónustu eru Marel, Reitir, TM, Sjóvá, CCP, Bláa lónið, MP Banki, HB Grandi, HS Orka og fleiri. Þá hefur félagið einnig sinnt ráðgjafaverkefnum fyrir aðra aðila, s.s. fyrirtæki, opinberar stofnanir, lífeyrissjóði og sveitafélög auk þess að veita minni fyrirtækjum ráðgjöf auk þess að sinna efnahagsráðgjöf og greiningum fyrir stjórnvöld, sjóði, sveitarfélög, fyrirtæki og erlenda aðila. 

Útgefin ráðgjafaverkefni GAMMA eru meðal annars:

Skýrsla GAMMA um sæstreng hlaut mikla athygli[5] og vakti umræðu[6] í þjóðfélaginu eftir að hún var gefin út. Tveimur árum áður hafði GAMMA gefið út skýrslu um efnahagsleg áhrif af rekstri og arðsemi Landsvirkjunar sem einnig vakti athygli.[7]

Árið 2015 vann GAMMA Ráðgjöf ítarlega skýrslu  fyrir HS Orku og Bláa Lónið þar sem fjallað var um efnahagsleg áhrif Auðlindagarðs á Reykjanesi. Samkvæmt skýrslunni má ætla verðmætasköpun innan Auðlindagarðsins hafi verið umtalsvert meiri en sem nemur verðmætasköpun þjóðarbúsins á árunum 2008-2013[8] og að Auðlindagarðurinn hafi verið uppspretta nýrra starfa á Reykjanesi. Í skýrslunni kemur fram að ætla megi að atvinnuleysi á Suðurnesjum hefði verið um tveimur prósentustigum hærra ef garðsins hefði ekki notið við þar sem eitt af hverjum fjórum nýjum störfum sem urðu til á Suðurnesjunum mætti rekja til Auðlindagarðsins.[9]

Árið 2016 gaf GAMMA Ráðgjöf einnig út ítarlega skýrslu um innviðauppbyggingu á Íslandi. Í skýrslunni, sem gefin var út á ensku, kom fram að uppsöfnuð fjárfestingarþörf í innviðum hér á landi næmi um 230 milljörðum króna. Höfundar skýrslunnar mátu það sem svo að á næstu sjö til tíu árum þurfi að fjárfesta í innviðum hér á landi fyrir hátt í 600 milljarða króna.[10]  

Samfélagsverkefni

breyta

GAMMA tekur virkan þátt í að styrkja ýmis samfélagsleg verkefni og starfsemi. Gamma hefur til dæmis verið aðalstyrktaraðili Sinfóníuhljómveitar Íslands[11] frá árinu 2013 en hefur styrkt starfsemi hljómsveitarinnar frá 2011. Þá er GAMMA aðalstyrktaraðili Reykjavíkurskákmótsins[12] 2015-2018. GAMMA er einnig bakhjarl hins íslenska bókmenntafélags[13] sem er elsta starfandi félag á Íslandi en það var stofnað árið 1816.

GAMMA hefur frá stofnun félagsins lagt mikla áherslu á hin ýmsu samfélagsverkefni, þá sérstaklega þeim sem tengjast menningu og listum. GAMMA hefur verið styrktaraðili Sinfóníuhljómsveitar Íslands frá árinu 2011 og aðalstyrktaraðili frá árinu 2013.[14] Samningur GAMMA og Sinfóníuhljómsveitarinnar gildir til ársins 2020.[15]

GAMMA er einnig aðalstyrktaraðili Reykjavíkurskákmótsins 2015-2018[16] og bakhjarl hins íslenska bókmenntafélags[17], sem er elsta starfandi félag á Íslandi en það var stofnað árið 1816.

GAMMA er jafnframt styrktaraðili Little Sun verkefnisins. Little Sun er sólarljós hannað af Ólafi Elíassyni í samstarfi við verkfræðinginn Frederik Ottesen til að gefa sem flestum kost á vistvænum ljósgjafa.[18]

Frá árinu 2017 er GAMMA jafnframt aðalstyrktaraðili listamannasetursins Berangurs, undir Heklurótum, sem reist er í minningu listmálarans Georgs Guðna, sem féll frá langt um aldur fram árið 2011.[19] Þá var GAMMA jafnframt aðalstyrktaraðili sýningarinnar Other Hats: Icelandic Printmaking hjá Alþjóðlegu grafíkmiðstöðinni í New York (IPCNY) vorið 2017,[20] aðalstyrktaraðili hinnar margverðlaunuðu tónlistarhátíðar Reykjavík Midsummer Music[21] sem haldin er að frumkvæði píanóleikarans Víkings Heiðars Ólafssonar auk þess sem félagið hefur styrkt aðra viðburði.

GAMMA rekur einnig sitt eigið listagallery fyrir samtímalist, sem staðsett er í höfuðstöðvum GAMMA í Reykjavík.[22]

Haustið 2017 undirrituðu Breska sendiráðið, GAMMA og Framtíðin lánasjóður (sem er í eigu sjóða GAMMA), samkomulag til tveggja ára um að bjóða upp á Chevening námsstyrk á Íslandi. Styrkurinn er fyrir nám á meistarastigi við háskóla í Bretlandi og nemur 10.000 Sterlingspundum á ári.[23]

Haustið 2017 gerðist GAMMA jafnframt styrktaraðili Arctic Circle-ráðstefnunnar til fimm ára.[24]

GAMMA hefur einni komið að hinum ýmsu verkefnum við gerð íslenskra sjónvarpsþátta og kvikmynda. GAMMA fjárfesti í framleiðslu hinna vinsælu sjónvarpsþátta Ófærð[25] auk þess sem félagið kom að fjármögnun og fjármálaráðgjöf vegna íslensku spennumyndarinnar Ég man þig[26] sem byggð er á metsölubók Yrsu Sigurðardóttur


Novus og Anglia hneikslið

breyta

Í oktoberbyrjun 2019 neyddust tveir sjóðir í stýringu GAMMA, GAMMA Novus og GAMMA Anglia til að færa niður virði eigna sinna um milljarða króna. Fleiri sjóðir á vegum félagsins höfðu a sama tíma egnig verið í vandræðum.

Af hálfu gamma var niðurfærslan m.a. útskýrð með því að raunveruleg framvinda tiltekinna verkefna hefði verið ofmetin. „Þá hefur fram­kvæmda­kostn­aður verið tals­vert yfir áætl­unum á árinu"

Meðal þeirra verkefna sem fóru fram úr áætlun var bygging129 íbúða við Hafnarbraut 12 á Kársnesi.

Tengd félög

breyta
  • Framtíðin[27] er sérhæfður lánasjóður sem veitir háskólanemum bæði framfærslu- og skólagjaldalán. Sjóðurinn hóf árið 2017 einnig að veita fasteignalán.[28]
  • Almenna leigufélagið[29] er eitt stærsta leigufélag landsins. Félagið er í eigu sjóða sem reknir eru af GAMMA og hefur þátt í uppbyggingu á leigumarkaði á Íslandi. 
  • Upphaf fasteignafélag[30] er alhliða fjárfestir á íbúðamarkaði. Félagið er rekið af sjóðum GAMMA.
  • Heild fasteignafélag[31] er meðal stærstu fasteignafélaga landsins og sérhæfir sig í atvinnuhúsnæði, atvinnulóðum og þróunarverkefnum.

Skrifstofur GAMMA

breyta
  • Ísland: Garðastræti 37, 101 Reykjavík
  • Bretland: 25 Upper Brook Street, Mayfair, London 
  • Bandaríkin: 1450 Broadway 38th Floor, New York NY 10018.

Tenglar

breyta

Úr fjölmiðlum

Tilvísanir

breyta
  1. http://www.gamma.is/um-gamma
  2. http://www.gamma.is/um-gamma/reglur/
  3. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 7. desember 2017. Sótt 5. desember 2017.
  4. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 10. desember 2017. Sótt 5. desember 2017.
  5. http://www.samorka.is/skyrsla-gamma-saestrengur-hagkvaemur-fyrir-islensk-heimili/
  6. http://www.vb.is/frettir/lagt-raforkuverd-til-heimila-er-leleg-lifskjarastefna/96318/
  7. http://www.ruv.is/frett/raforkusala-um-saestreng-hagkvaem
  8. http://www.vb.is/frettir/tekjur-audlindagardsins-23-milljardar-arid-2016/117429/
  9. http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2015/05/28/merkilegasta_framlag_slendinga/
  10. http://www.vb.is/frettir/vantar-230-milljarda-i-innvidi-landsins/132753/?q=fj%C3%A1rfestingar
  11. http://www.gamma.is/frettir/nr/1641
  12. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 1. október 2016. Sótt 3. október 2016.
  13. http://www.gamma.is/frettir/nr/1573
  14. http://www.gamma.is/frettir/nr/1641
  15. http://www.dv.is/frettir/2016/9/7/gamma-afram-adalstyrktaradili-sinfoniuhljomsveitar-islands/
  16. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 10. desember 2017. Sótt 5. desember 2017.
  17. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 3. apríl 2016. Sótt 5. desember 2017.
  18. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 10. desember 2017. Sótt 5. desember 2017.
  19. http://www.gamma.is/frettir/gamma-stydur-listamannasetur-i-minningu-georgs-gudna
  20. http://www.gamma.is/frettir/other-hats-icelandic-printmaking
  21. http://www.gamma.is/frettir/gamma-styrkir-reykjavik-midsummer-music
  22. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 1. desember 2017. Sótt 5. desember 2017.
  23. http://www.gamma.is/frettir/gamma-og-breska-sendiradid-gera-samkomulag-um-namsstyrki
  24. http://www.gamma.is/frettir/gamma-gerist-styrktaradili-arctic-circle-til-fimm-ara
  25. https://kjarninn.is/frettir/ofaerd-var-seld-til-bandarikjanna-fyrir-12-milljonir-dala/
  26. http://www.gamma.is/frettir/gamma-stoltur-fjarmognunaradili-eg-man-thig
  27. http://www.framtidin.is/
  28. http://www.vb.is/frettir/veita-90-lan-fyrir-fyrstu-kaupendur/140073/
  29. http://al.is
  30. http://www.upphaf.is/
  31. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 6. desember 2017. Sótt 5. desember 2017.