Galli (lögfræði)
Galli í skilningi kröfuréttar er þegar greiðsla uppfyllir ekki gæðaeiginleika samkvæmt samningi, lagafyrirmælum eða annarra sjónarmiða. Í kröfurétti er meginreglan sú að aðilar samnings eigi rétt á gallalausum greiðslum. Hvers kyns frávik frá því sem var samið um getur falið í sér galla í þessum skilningi, svo sem ef hlutur var afhentur á öðrum tíma eða öðrum stað en samið var um, eða jafnvel að hann var í öðrum lit.