Gallerí Fold er listagallerí við Rauðarárstíg. Eigandur þess eru Jóhann Ágúst Hansen og Elínbjört Jónsdóttir.

Gallerí Fold sinnir sýningum og uppboðshaldi. Galleríið var stofnað árið 1992. Árið 1994 flutti galleríið starfsemi sína í eigið húsnæði að Rauðarárstíg 12-14. Galleríið er nú í 600 fermetra húsnæði og hefur yfir 5 sýningarsölum að ráða en salirnir eru frá 30 – 110 fermetrar. Að jafnaði býður Gallerí Fold verk um 60 íslenskra úrvalslistamanna. Auk þess tekur galleríið verk í endursölu frá einstaklingum og fyrirtækjum, bæði í beina sölu og á uppboð.

Gallerí Fold stendur fyrir listmunauppboðum mánaðarlega yfir vetrartímann. Boðin eru upp um eitt hundrað verk hverju sinni. Nýjung í starfseminni eru uppboð á netinu á vefnum uppbod.is. Þar er hægt að bjóða í verk sem eingöngu eru til sölu á netinu eða leggja inn forboð fyrir verk á stærri uppboðum.

Árið 2001 opnaði galleríið rammaverkstæði en starfrækir það nú í samvinnu við Innrammarann ehf við Rauðarárstíg 41.

Tengill

breyta
   Þessi myndlistagrein sem tengist Reykjavík er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.