Galdraskræða Skugga
Galdraskræða Skugga er bók eftir Jochum M. Eggertsson rithöfund, sem nefndi sig Skugga. Í bókinni er fjallað um galdra og galdrastafi, bæði hvítagaldur og svartagaldur. Helstu heimildir bókarinnar eru gömul handrit sem eru á Landsbókasafni og gamlar vestfirskar og norðlenskar galdraskræður.
Kverið kom fyrst út 1940 en var endurútgefið af Bókavörðunni 1982.