Plinius eldri
(Endurbeint frá Gaius Plinius Secundus)
Gaius Plinius Secundus eða Pliníus eldri (23 – 24. ágúst 79) var rómverskur fræðimaður og rithöfundur og sjóliðsforingi í rómverska flotanum. Hann samdi ritið Naturalis Historia (ísl. Náttúrusaga[1]), sem var nokkurn konar alfræðirit um náttúruvísindi og talinn forfaðir alfræðiorðabóka síðari tíma. Hann er nefndur „eldri“ til aðgreiningar frá frænda sínum, Pliníusi yngri en báðir urðu vitni að eldgosinu í Vesúvíusi þann 23. ágúst árið 79 e.Kr. sem varð Pliníusi eldri að aldurtila.
Heimildir
breytaTenglar
breyta- Plinius Secundus: Naturalis Historia (netútgáfa hjá Bill Thayer). Skoðað 22. október 2010.