Gaggenau (fyrirtæki)

Gaggenau er þýskt iðnfyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu eldhústækja, aðallega eldunartækja. Fyrirtækið er staðsett í samnefndum bæ í vesturhluta Baden-Württemberg, í jaðri Svartaskógar.

Saga fyrirtækisins breyta

Verksmiðja til að framleiða nagla og hamra var stofnsett í bænum Gaggenau árið 1683 með leyfi frá Ludwig Wilhelm von Baden (Tyrkja-Lúðvík), markgreifa af Baden-Baden. Skömmu áður hafði uppgötvast járngrýti í nálægum dal árinnar Murg, sem rennur í Rínarfljót.

Í Iðnbyltingunni varð verksmiðjan smám saman þekkt fyrir nýsköpun á sviði framleiðslu stálvöru, svo sem reiðhjóla, kolaofna og gasofna.

Árið 1961 komst fyrirtækið í eigu Georg von Blanquet sem gerði það að merki sem sérhæfði sig í framleiðslu nútíma eldunartækja.

Heimildir breyta