Gúargúmmí er malað duft úr gúarbaunum. Gúarbaunir eru aðallega ræktaðar í Indlandi og Pakistan bæði til fóðurs og manneldis. Yfir 80% af gúar á heimsmarkaði kemur frá Indlandi. Evrópusambandið bannaði árið 2007 innflutning á gúar frá Indlandi vegna gruns um díoxín mengun. Gúar er notað í olíuiðnaði. Þegar gúar er blandað með borax eða kalsíum þá verður það að geli.

Gúargúmmí

Gúargúmmí er hentugt þykkingarefni því það hefur næstum átta sinnum meiri þykkingarmöguleika en kornsterkja og það þarf því lítið magn af efninu. Gúargúmmi er mikið notað í matvælaframleiðslu meðal annars sem íbætiefni í deig, til að þykkja mjólk og jógúrt, í kefir og fljótandi ostafurðir og í ísgerð, sem bindiefni í kjötvinnslu, í ýmsar sósur og súpur.

Gúargúmmi er notað í textíl- og pappírsiðnaði, í sprengiefnagerð (sem vatnsþéttiefni), í lyfjaiðnaði sem bindiefni í töflum og sem aðalinnihald í hægðalyfjum, í snyrtivöruiðnaði meðal annars sem þykkingarefni í tannkremi og sem hárnæring, við olíu- og gasboranir og í námum, við ræktun og við læknismeðferð til að þykkja vökva.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.