Góðtemplarareglan á Íslandi

Góðtemplarareglan á Íslandi er hluti af alþjóðlegri bindindishreyfingu góðtemplara sem skammstafað er með I.O.G.T. (International Order of Good Templars) en markmið reglunnar var að halda samkomur til þess að koma í veg fyrir og draga úr skaða af völdum áfengis og annarra vímuefna. Góðtemplarastúkur hófu starfsemi á Íslandi árið 1884. Hreyfingin var áberandi og áhrifamikil í íslensku þjóðlífi fyrir og eftir aldamótin 1900 og náði því fram að aðflutningsbann var sett á áfengi í lögum frá Alþingi árið 1909. Bannár eða árin sem aðflutningsbannið var í gildi voru frá 1915 en þá gekki í gildi algjört áfengisbann og var bannað að framleiða og selja áfenga drykki. Sala léttra vína var þó leyfð aftur árið 1922 (Spánarvín),en áfengisbannið var síðan afnumið alveg árið 1935.

Tenglar breyta