Gítarskóli Ólafs Gauks

Gítarskóli Ólafs Gauks er gítarskóli í Reykjavík sem var stofnaður árið 1975. Í skólanum eru kennd grunngrip, nótur, þvergrip, tónlistartegundir eins og djass, blús og margt fleira. Kennslan er ætluð byrjendum frá átta ára aldri sem og lengra komnum, börnum, unglingum og fullorðnum. Gítarskólinn er að Síðumúla 17.

Gítarnámið var í upphafi útfært af gítarleikaranum Ólafi Gauki og kennt er bæði á rafmagnsgítar og klassískan, auk rafmagnsbassa. Námið skiptist í ÞREP og nemendum er raðað eftir því hvað við á hverju sinni. Fer það eftir aldri, kunnáttu og/eða áhugasviði. Notaðir eru geisladiskar til kennslu sem nemendur æfa sig eftir heima, og fylgja þannig hverju þrepi að því næsta. Boðið er upp á hóptíma, mest átta saman og svo er einnig líka hægt að sækja einkatíma ef þess er óskað. Ellefu vikna námskeið hefjast í janúar og september á ári hverju. Ekki er kennt á sumrin.

Tenglar breyta

   Þessi skólagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.