Gígjökull

Gígjökull sumarið 2008.
Gígjökull eftir gosið 2010.

Gígjökull (eða Falljökull [1]) er annar tveggja skriðjökla sem renna úr Eyjafjallajökli, en hin er Steinsholtsjökull. Þeir skríða báðir til norðurs í Þórsmörk. Gígjökull er niður undir gömlum gíg sem er í jöklinum. Vatnið sem jökullinn skreið fram í hét Lónið en það hvarf í eldgosinu 2010.

Eitt og annaðBreyta

  • Árið 1964 fundust mannsleifar á Gígsjökli, þ.e. lærleggur úr manni ásamt hælbeini og einum leðurskó. Um 50 metra frá beinunum fundu menn svo giftingarhring sem sýndi að viðkomandi hafði gift sig þann 29. ágúst 1928.[2] Líkið reyndist vera af manni úr áhöfn bandarískrar flugvélar sem fórst í flugslysinu á Eyjafjallajökli 1952 og fundust lík þriggja annarra úr áhöfninni á jöklinum í 20. ágúst 1966.[3]

TilvísanirBreyta

TenglarBreyta

   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.