Fushimi Inari-taisha

Fushimi Inari-taisha (伏見稲荷大社) er aðal shinto-hof guðsins Inari, staðsett í Fushimi hverfi Kyoto í Japan. Hofið stendur undir rótum fjalls sem einnig ber nafnið Inari og er 233 metrum yfir sjávarmáli. Upp fjallið eru gönguleiðir að mörgum smærri hofum yfir 4 km leið sem tekur um 2 klukkustundir að ganga.[1]

Framhlið haiden-byggingarinnar.
Gangstígur gegnum torii-hliðupp Inari-fjall.
Torii gangstígur séður frá hlið.

Inari hefur lengi verið tilbeðinn sem guð viðskiptalífs. Hver og einn torii í hofinu hefur verið byggður með fjárstyrk japansks fyrirtækis. Í grundvöllinn er Inari þó guð hrísgrjónaræktar.

Fushimi Inari Taisha er mjög vinsælt hof og sagt er að það hafi allt að 32 þúsund dótturhof (bunsha (分社)) víðsvegar í Japan.[2]

Í fyrstu var hofið reist á Inariyama-hæð í suðvestur-Kyoto árið 711, en árið 816 var það fært á núverandi stað að beiðni munksins Kūkai. Meginbyggingar núverandi hofs voru byggðar árið 1499. Neðst í hlíðinni er aðalhlið, svokallað "turnhlið" (楼門, rōmon) og við það aðalhelgiskrín (御本殿, go-honden). Þar fyrir aftan liggur innra helgiskrín (奥宮, okumiya), sem er aðgengilegt með göngustíg með þúsundum torii-hliða. Við fjallstindinn eru tugþúsundir grafreita (, tsuka) fyrir einkatilbeiðslu.

Refir (kitsune) eru álitnir sendiboðar Inari, og má oft finna styttur af þeim í Inari-hofum. Stytturnar sýna þá gjarnan með lykil að hrísgrjónahlöðunni í munninum.

Yfir nýárshátíð japana sækja nokkrar milljónir manns hofið. Árið 2006 tilkynnti lögreglan að hefðu 2,69 milljónir komið yfir þrjá helstu daga hátíðarinnar, sem var það mesta í vestur-Japan.

Aðgengi

breyta

Hofið er við JR Nara Line Inari-lestarstöðina, sem tekur 5 mínútur að komast til með lest frá Kyoto lestarstöðinni. Það er líka í göngufjarlægð frá Fushimi-Inari lestarstöðinni á aðalbraut Keihan Electric Railway.[3]

Í nútímamenningu

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. 全国のお稲荷さんの総本宮、伏見稲荷大社を参拝しました。 [Nationwide Inari Shrines, I visited the Fushimi Inari-taisha.] (japanska). Sótt 28. mars 2014.
  2. Motegi, Sadazumi. „Shamei Bunpu (Shrine Names and Distributions)“. Encyclopedia of Shinto. Afrit af upprunalegu geymt þann 15 mars 2019. Sótt 31. mars 2010.
  3. Fushimi Inari Shrine, How to get there

Heimildir

breyta

Tenglar

breyta