Fushimi Inari-taisha
Fushimi Inari-taisha (伏見稲荷大社) er aðal shinto-hof guðsins Inari, staðsett í Fushimi hverfi Kyoto í Japan. Hofið stendur undir rótum fjalls sem einnig ber nafnið Inari og er 233 metrum yfir sjávarmáli. Upp fjallið eru gönguleiðir að mörgum smærri hofum yfir 4 km leið sem tekur um 2 klukkustundir að ganga.[1]
Inari hefur lengi verið tilbeðinn sem guð viðskiptalífs. Hver og einn torii í hofinu hefur verið byggður með fjárstyrk japansks fyrirtækis. Í grundvöllinn er Inari þó guð hrísgrjónaræktar.
Fushimi Inari Taisha er mjög vinsælt hof og sagt er að það hafi allt að 32 þúsund dótturhof (bunsha (分社)) víðsvegar í Japan.[2]
Saga
breytaÍ fyrstu var hofið reist á Inariyama-hæð í suðvestur-Kyoto árið 711, en árið 816 var það fært á núverandi stað að beiðni munksins Kūkai. Meginbyggingar núverandi hofs voru byggðar árið 1499. Neðst í hlíðinni er aðalhlið, svokallað "turnhlið" (楼門, rōmon) og við það aðalhelgiskrín (御本殿, go-honden). Þar fyrir aftan liggur innra helgiskrín (奥宮, okumiya), sem er aðgengilegt með göngustíg með þúsundum torii-hliða. Við fjallstindinn eru tugþúsundir grafreita (塚, tsuka) fyrir einkatilbeiðslu.
Refir
breytaRefir (kitsune) eru álitnir sendiboðar Inari, og má oft finna styttur af þeim í Inari-hofum. Stytturnar sýna þá gjarnan með lykil að hrísgrjónahlöðunni í munninum.
Yfir nýárshátíð japana sækja nokkrar milljónir manns hofið. Árið 2006 tilkynnti lögreglan að hefðu 2,69 milljónir komið yfir þrjá helstu daga hátíðarinnar, sem var það mesta í vestur-Japan.
-
Refur með lykil í munni, við aðalhlið Fushimi Inari Taisha
-
Refastytta í Fushimi Inari-taisha
-
Refabrunnur í Fushimi Inari-taisha
-
Refsbrunnurinn frá öðru sjónarhorni
-
Refaaltari í Fushimi Inari-taisha
Aðgengi
breytaHofið er við JR Nara Line Inari-lestarstöðina, sem tekur 5 mínútur að komast til með lest frá Kyoto lestarstöðinni. Það er líka í göngufjarlægð frá Fushimi-Inari lestarstöðinni á aðalbraut Keihan Electric Railway.[3]
Í nútímamenningu
breyta- Memoirs of a Geisha (2005)
- Aria the Natural ep. 5 (2006)
- Inari, Konkon, Koi Iroha (2010)
- Rurouni Kenshin, staðsetning bækistöðvar Makotos Shishios
- Kamen Rider Fourze ep. 33 (2012)
Tilvísanir
breyta- ↑ 全国のお稲荷さんの総本宮、伏見稲荷大社を参拝しました。 [Nationwide Inari Shrines, I visited the Fushimi Inari-taisha.] (japanska). Sótt 28. mars 2014.
- ↑ Motegi, Sadazumi. „Shamei Bunpu (Shrine Names and Distributions)“. Encyclopedia of Shinto. Afrit af upprunalegu geymt þann 15 mars 2019. Sótt 31. mars 2010.
- ↑ Fushimi Inari Shrine, How to get there
Heimildir
breyta- Breen, John and Mark Teeuwen. (2000). Shinto in History: Ways of the Kami. Honolulu: University of Hawaii Press. ISBN 978-0-8248-2363-4
- Nussbaum, Louis-Frédéric and Käthe Roth. (1998). Japan encyclopedia. Cambridge: Harvard University Press. ISBN 978-0-674-01753-5
- Ponsonby-Fane, Richard. (1962). Studies in Shinto and Shrines. Kyoto: Ponsonby Memorial Society. OCLC 399449
- Ponsonby-Fane, Richard (1959). The Imperial House of Japan. Kyoto: Ponsonby Memorial Society. OCLC 194887
- Smyers, Karen A. (1997). Inari pilgrimage: Following one’s path on the mountain, Japanese Journal of Religious Studies 24 (3-4), 427-452
Tenglar
breyta- Opinber heimasíða (á japönsku)
- Ljósmyndir af Fushimi Inari-taisha