Furðublaðka
Furðublaðka (fræðiheiti: Welwitschia mirabilis) er eina tegundin í furðublöðkuættkvísl og furðublöðkuætt. Hún vex í Kaokoveld eyðimörkinni sem liggur við strönd Angóla og Namibíu. Hún var uppgötvuð af austurríska grasafræðingnum og landkönnuðinum Friedrich Welwitsch 1852. Tegundin er sérstæð fyrir margar sakir, ekki síst fyrir að hún myndar einungis tvö (sjaldan þrjú) blöð sem halda áfram að vaxa allan hennar líftíma, sem er langur, 1000 til 2000 ár.
Welwitschia mirabilis, kvenplanta með köngla.
| ||||||||||||||
Ástand stofns | ||||||||||||||
Appendix II
(CITES) [1]
| ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Welwitschia mirabilis Hook.f.[2] |
Tegundin er almennt þekkt sem welwitschia í ensku og fleiri tungumálum, en einnig tree tumbo (Friedrich hélt að innfæddir kölluðu hana tumbo). Hún nefnist kharos eða khurub á Nama (Hottentot eða Khoekhoe eru eldri nöfn á málinu), tweeblaarkanniedood ('tvö blöð; drepst ekki') á Afrikaans, nyanka á Damara, og onyanga á Herero. Á kínversku er hún 百歲蘭 (eilíf orkídea)
Myndir
breyta-
Kvenplanta
-
Welwitschia að byrja að fella fræ
-
Nærmynd af þroskuðum könglum eftir fræfall
-
Nærmynd af karlplöntu og reklum/könglum
-
Furðublaðka í Huntington]]
-
Furðublaðka í steingerfingaskóginum í Khorixas (Namibíu)
-
Skjaldarmerki Namibíu, með furðublöðku neðst
Heimild
breyta- ↑ „Appendices“. Convention on International Trade in Endangered Species of Wild Fauna and Flora (CITES). Sótt 14. október 2022.
- ↑ Hook.f. (1862) , In: Gard. Chron. 1862: 71