Fullnusturéttur
Fullnusturéttur er innan eignarréttar skilyrtur réttur aðila til að fá kröfu sinni framgengt með öðrum hætti ef brestur verður á greiðslu kröfunnar af hálfu gagnaðilans. Að tilteknum skilyrðum uppfylltum getur kröfuhafinn beitt fullnusturétti sínum í þeim tilgangi að afla þess sem á vantar, sem gæti meðal annars falist í nauðungarsölu á þeim eignum og öðrum réttindum sem fullnusturétturinn nær yfir hverju sinni.