One World Trade Center
(Endurbeint frá Freedom Tower)
40°42′47″N 74°00′48″V / 40.71306°N 74.01333°V
One World Trade Center er hæsti turn Vesturhvels og 6. hæsti turn heims, jafnframt er hann hæsti turn Bandaríkjanna og New York-borgar. Turninn er staðsettur á neðri hluta Manhattan á Ground Zero, þar sem hinir eyðilögðu Tvíburaturnar voru. Bygging turnsins hófst árið 2006 og lauk árið 2012. Hann er 564,2 metrar og 104 hæðir og leysti Willis Tower af hólmi í Chicago sem hæsti turn Bandaríkjanna og Empire State Tower sem hæsta turn New York-borgar. Á toppnum er útsýnisstaðurinn One World Observatory.