Frederick Ahl
Frederick M. Ahl (fæddur 1941) er bandarískur fornfræðingur og prófessor í fornfræði og bókmenntafræði við Cornell-háskóla.
Í bók sinni Sophocles' Oedipus (1991) færir Ahl rök fyrir því að í leikriti Sófóklesar sé Ödípús ekki í raun sekur um að hafa banað föður sínum og kvænst móður sinni. Niðurstaða Ödípúsar um eigin sekt er strangt tekið ekki staðfest af því sem fram kemur í leikritinu sjálfu, en áheyrendur hafi gert ráð fyrir sekt hans vegna þess sem þeir vissu um goðsöguna um Ödípús.
Helstu rit
breytaÞýðingar
breyta- Lucan: An Introduction (1975) ISBN 0801408377
- Phaedra (1986) ISBN 0801494338
- Trojan Women (1986) ISBN 0801494311
- Medea (1986) ISBN 080149432X
Bækur
breyta- Metaformations: Soundplay and Wordplay in Ovid and Other Classical Poets (1985) ISBN 0801417627
- Sophocles' Oedipus: Evidence and Self Conviction (1991) ISBN 0801425581 (innbundin), ISBN 0801499291 (kilja)