Fraxinus lanuginosa

Fraxinus lanuginosajapönsku: アオダモ aodamo) er tegund asktrjáa ættuð frá Japan og Prímorje svæðinu í austur Rússlandi.[1][2]

Fraxinus lanuginosa
アオダモ Aodamo

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
(óraðað) Asterids
Ættbálkur: Varablómabálkur (Lamiales)
Ætt: Smjörviðarætt (Oleaceae)
Geiri: Fraxinus sect. Ornus
Tegund:
F. lanuginosa

Tvínefni
Fraxinus lanuginosa
Koidz.

Lýsing

breyta

Fraxinus lanuginosa er meðalstórt lauffellandi tré, að 10 til 15 m hátt, með stofn að 50 sm í þvermál. Börkurinn er sléttur, dökk grár. Brumin eru föl brún-bleik til grá-brún, þétthærð. Blöðin eru gagnstæð, fjaðurskift, 10 – 15 sm löng, með 3-7 smáblöðum. Blómin eru í gisnum klasa og koma eftir að blöðin eru útsprungin síðla vors, hvert blóm með fjórum grönnum krónublöðum 5 – 7 mm löng; þau eru frjóvguð af skordýrum. Fræin eru vængjuð, 2–4 sm löng og 3–5 mm breið, rauðleit, og verða brún við þroska.[3][4][5][6][7]

F. lanuginosa frá mið-Hokkaidō, í norður Japan, geta verið ýmist tvíkynja eða einkynja og eru að öllu öðru leyti eins og aðrir einstaklingar af tegundinni.[8] Hann er náskyldur Fraxinus ornus frá Evrópu og suðvestur Asíu, með svipaða blómgerð.[7]

Búsvæði

breyta

Í heimkynnum sínum vex hann í svölum og rökum skógum á gljúpum, ferskum til rökum jarðvegi á sólríkum til lítið skyggðum stöðum. Hann er viðkvæmur fyrir frostum og miklu kalki í jarðvegi.

Ræktun og nytjar

breyta

Viðurinn er notaður í hafnarboltakylfur[9] og rafmagnsgítara.[10]

Tilvísanir

breyta
  1. „Kew World Checklist of Selected Plant Families, Fraxinus lanuginosa. Afrit af upprunalegu geymt þann 26. september 2012. Sótt 4. mars 2018.
  2. Gen'ichi Koidzumi. 1926. Botanical Magazine Tokyo 40: 342
  3. This article includes text translated from the Japanese Wikipedia article アオダモ
  4. Aodamo web: Fraxinus lanuginosa Geymt 11 október 2007 í Wayback Machine (in Japanese; google translation)
  5. Japan Trees Guide: Fraxinus lanuginosa (in Japanese; google translation)
  6. Hakuba Village: Fraxinus lanuginosa (in Japanese; google translation)
  7. 7,0 7,1 Bean, W. J. (1978). Trees and Shrubs Hardy in the British Isles 8th ed., vol. 2. John Murray ISBN 0-7195-2256-0.
  8. Kiyoshi Ishida & Tsutom Hiura (1998). Guest Pollen Fertility and Flowering Phenology in an Androdioecious Tree, Fraxinus lanuginosa (Oleaceae), in Hokkaido, Japan. International Journal of Plant Sciences 159: 941–947.
  9. Muto Goichi, Koizumi Akio, Hirai Takuro (2005) Mechanical characteristics of aodamo (Fraxinus lanuginosa) as baseball bats. Nihon Kikai Gakkai Sekkei Kogaku, Shisutemu Bumon Koenkai Koen Ronbunshu 15 304-05 [1] Geymt 16 júlí 2011 í Wayback Machine
  10. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 2. ágúst 2018. Sótt 4. mars 2018.

Ytri tenglar

breyta
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.