Framkvæmdasýsla ríkisins
Framkvæmdasýsla ríkisins (FSR) er sjálfstæð ríkisstofnun sem fer með stjórn verklegra framkvæmda á Íslandi af hálfu ríkisins. Stofnuninni er ætlað að bæta verklag og auka skilvirkni, hagkvæmni og gæði við framkvæmdir ríkisins. FSR er fjármögnuð með fjárframlögum frá ríkinu og heyrir undir fjármálaráðuneyti. Stofnunin sem var komið á fót árið 2001 hefur aðsetur í Reykjavík.
Hlutverk og starfssemi
breytaHlutverk FSR er skilgreint í lögum um skipan opinberra framkvæmda nr. 84 frá árinu 2001.[1] Stofnuninni er ætlað að vera leiðandi afl á sviði opinberra framkvæmda með það að markmiði að bæta verklag og auka skilvirkni, hagkvæmni og gæði við framkvæmdir ríkisins.[2]
Með opinberri framkvæmd er átt við gerð, viðhald eða breytingar á mannvirki sem kostuð er af ríkissjóði að nokkru eða öllu leyti, enda sé áætlaður kostnaður ríkissjóðs a.m.k. 5 milljónir kr.
FSR skal beita sér fyrir að hagkvæmni sé gætt í skipan opinberra framkvæmda. Til að sinna þessu hlutverki ber stofnuninni að[3]:
- veita ráðgjöf og samræma undirbúning og áætlunargerð opinberra verkframkvæmda;
- undirbúa og annast framkvæmd útboða og samninga við verktaka;
- sjá um reikningshald og greiðslur vegna verka;
- hafa frumkvæði að útgáfu viðmiðana um stærð rýma og gæði opinberra mannvirkja;
- byggja upp og viðhalda skrá yfir fasteignir ríkisins sem gagnast ráðuneytum og ríkisstofnunum við stjórn fasteignaumsýslu;
- stuðla að þróun verktakamarkaðar og aukinni samkeppni;
- stuðla að skilvirkni og faglegum vinnubrögðum í tengslum við verklegar framkvæmdir.
Um útboð opinberra framkvæmda fer samkvæmt lögum um opinber innkaup.[4]
Skipulag
breytaFSR sem heyrir undir fjármála- og efnahagsráðuneytið sem ábyrgð á opinberum framkvæmdum á Íslandi. Stofnunin hefur ekki sérstaka stjórn og er forstjóri hennar því ábyrgur beint gagnvart ráðherra.
Ráðuneytið sem fer með fjármálalega yfirstjórn opinberra framkvæmda, sinnir frumathugunum og áætlunargerð. FRS fer síðan með yfirstjórn verklegrar framkvæmdar, úttektar og að lokum gerð skilamats. Með skilamati er gerð grein fyrir því hvernig framkvæmd hefur tekist miðað við áætlanir og hliðstæðar framkvæmdir.
Stofnuninni er skipt í fjörug svið[5]:
- Fagsvið frumathugana og áætlunargerðar sér um utanumhald og stýringu verkefna FSR á sviði frumathugana og áætlunargerðar.
- Fagsvið verklegra framkvæmda og skilamats sér um utanumhald og stýringu verkefna FSR á sviði verklegra framkvæmda og skilamats.
- Rekstrarsvið sér um rekstrartengd mál FSR, bókhald, fjármál, reikningagerð, uppgjör o.þ.h.
- Stoðþjónusta er stoðeining starfsemi einstakra sviða og heyrir beint undir forstjóra.
Stofnunin er á A hluti fjárlaga og starfar opinber stofnun samkvæmt lögum um opinber fjármál.
Í marsmánuði 2019 voru 21 starfmenn skráðir á vef FRS.[6] Starfsstöð stofnunarinnar er í Reykjavík.
Ítarefni
breytaTilvísanir
breyta- ↑ „84/2001: Lög um skipan opinberra framkvæmda“. Alþingi. Sótt 13. mars 2019.
- ↑ „Um FSR“. Framkvæmdasýsla ríkisins. Afrit af upprunalegu geymt þann 30. nóvember 2018. Sótt 13. mars 2019.
- ↑ „84/2001: Lög um skipan opinberra framkvæmda“. Alþingi. Sótt 13. mars 2019.
- ↑ „120/2016: Lög um opinber innkaup“. Alþingi. Sótt 13. mars 2019.
- ↑ „Skipurit“. Framkvæmdasýsla ríkisins. Afrit af upprunalegu geymt þann 30. nóvember 2018. Sótt 13. mars 2019.
- ↑ „Starfsfólk“. Framkvæmdasýsla ríkisins. Afrit af upprunalegu geymt þann 15. október 2018. Sótt 13. mars 2019.