Fríða Rós Valdimarsdóttir

Fríða Rós Valdimarsdóttir (f. 3. júlí 1977) er formaður Kvenréttindafélags Íslands en hún var fyrst kjörin formaður árið 2015,[1] eftir að hafa verið varaformaður frá árinu 2013[2] og stjórnarmeðlimur frá árinu 2011.[3] Félagið hefur starfað samfleytt frá árinu 1907 og var Bríet Bjarnhéðinsdóttir fyrsti formaður félagsins.

Fríða hefur starfað að jafnréttismálum á margvíslegum vettvangi, m.a. við rannsóknir, opinbert kynjajafnréttisstarf og á vettvangi félagasamtaka. Fríða hefur verið ötul talskona jafnréttis kynjanna, og hefur hún lagt talsverða áherslu á baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi.[4][5]

Fríða var meðlimur í hljómsveitinni Á túr, sem gaf út plötuna Píku árið 1997.

Námsferill

breyta

Fríða lauk BA prófi í mannfræði frá Háskóla Íslands árið 2004 og MA prófi í Migration Studies frá Sussex Háskóla í Bretlandi árið 2008.

Tilvísanir

breyta
  1. „Ný stjórn Kvenréttindafélags Íslands, og ályktun aðalfundar um frjálsar fóstureyðingar“. 28. apríl 2015. Afrit af upprunalegu geymt þann 7 ágúst 2020. Sótt 8. mars 2019.
  2. „Nýr formaður Kvenréttindafélagsins“. www.mbl.is. Sótt 8. mars 2019.
  3. „Ný stjórn KRFÍ“. 29. mars 2011. Sótt 8. mars 2019.[óvirkur tengill]
  4. „Athöfn á Austurvelli 19. júní til heiðurs konum“. Alþingi. Sótt 8. mars 2019.
  5. https://www.euronews.com/2018/02/23/fria-ros-valdimarsdottir-we-must-keep-on-fighting-for-equality