Fossvogsprestakall
Fossvogsprestakall var stofnað 1. júní 2019 við niðurlagningu Bústaðaprestakalls og Grensásprestakalls. Í sameinuðu prestakalli eru tvær sóknir, Bústaðasókn og Grensássókn. Séra Pálmi Matthíasson var fyrsti sóknarprestur sameinaðs prestakalls. Frá 1. október 2019 þjónuðu með honum prestarnir séra Eva Björk Valdimarsdóttir og séra María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir, dr. theol. sem áður var settur sóknarprestur í Grensásprestakalli. Við starfslok sr. Pálma 1. október 2021 tók sr Þorvaldur Víðisson við sóknarprestskeflinu.[1] Samkvæmt nýju fyrirkomulagi róterar þjónusta sóknarprests á milli prestanna þriggja í tveggja ára hringrás, þannig að sr. María tekur við sem sóknarprestur 1. október 2023 og sr. Eva Björk 1. október 2025.
Hólmfríður Ólafsdóttir, djákni, starfar við Bústaðakirkju og annast einkum starf með eldriborgurum í báðum sóknum, og Daníel Ágúst Gautason er djákni Grensássóknar og hefur umsjón með barna- og æskulýðsstarfi í báðum sóknum. Organistar eru Ásta Haraldsdóttir í Grensáskirkju og Jónas Þórir í Bústaðakirkju.
Ytri tenglar
breyta- Fossvogsprestakall á Facebook
- Bústadakirkja á Facebook
Heimildir
breyta- ↑ „Saga Reykjavíkurprófastsdæmis“. www.kirkja.is. Afrit af upprunalegu geymt þann 5. ágúst 2020. Sótt 22. maí 2020.