Forsetakjör á Íslandi 1980
Forsetakjör 1980 fór fram þann 29. júní árið 1980. Fjögur voru í framboði þau Albert Guðmundsson alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, Guðlaugur Þorvaldsson ríkissáttasemjari, Pétur J. Thorsteinsson sendiherra og Vigdís Finnbogadóttir leikhússtjóri. Vigdís var fyrsta konan sem gaf kost á sér til embættis forseta Íslands og var jafnframt fyrsta konan í heiminum sem kosin var forseti í lýðræðislegum kosningum.

Fráfarandi forseti var Kristján Eldjárn en hann var kjörinn til embættisins 1968 og svo sjálfkjörinn 1972 og 1976. Kristján tilkynnti í ávarpi sínu á nýársdag 1980 að hann hygðist ekki sækjast eftir endurkjöri.[1] Sú tilkynning var þó aðeins staðfesting á því sem búist hafði verið við síðan um sumarið 1979 þegar Kristján gaf sterklega í skyn að hann yrði ekki í framboði.[2]
Frambjóðendur
breytaAlbert Guðmundsson
breytaAlbert Guðmundsson (f. 1923, 56 ára á kjördag) var fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu, umsvifamikill viðskiptamaður og alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hann var snemma orðaður við framboð og staðfesti í ágúst 1979 að hann myndi bjóða sig fram ef Kristján Eldjárn færi ekki fram.[3] Hann staðfesti framboð sitt svo í kjölfar nýársávarps Kristjáns.[4]
Guðlaugur Þorvaldsson
breytaGuðlaugur Þorvaldsson (f. 1924, 55 ára á kjördag) var ríkissáttasemjari og fyrrum rektor Háskóla Íslands. Hann var einnig snemma orðaður við framboð. Hann tilkynnti um framboð sitt 14. janúar 1980.[5]
Pétur Thorsteinsson
breytaPétur J. Thorsteinsson (f. 1917, 62 ára á kjördag) var sendiherra Íslands í átta asíulöndum með aðsetur í Reykjavík. Pétur var lögfræðingur að mennt sem hafði starfað innan utanríkisþjónustunnar síðan 1944. Hann tilkynnti um framboð sitt 14. janúar 1980.[6]
Vigdís Finnbogadóttir
breytaVigdís Finnbogadóttir (f. 1930, 50 ára á kjördag) var leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur og stundakennari í frönskum leikbókmenntum við Háskóla Íslands. Vigdís hafði áður verið kennari í MR og MH, leiðsögumaður hjá Ferðaskrifstofu ríksins, einn umsjónarmanna sjónvarpsþáttarins Vöku og umjónarmaður frönskukennslu í sjónvarpi.[7] Vigdís tilkynnti um framboð sitt 1. febrúar 1980 og varð þá fyrst kvenna til að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands.[8]
Kosningaúrslit
breytaFrambjóðandi | Atkvæði | % |
---|---|---|
Vigdís Finnbogadóttir | 43.611 | 33,79 |
Guðlaugur Þorvaldsson | 41.700 | 32,31 |
Albert Guðmundsson | 25.599 | 19,84 |
Pétur J. Thorsteinsson | 18.139 | 14,06 |
Samtals | 129.049 | 100,00 |
Gild atkvæði | 129.049 | 99,58 |
Ógild atkvæði | 191 | 0,15 |
Auð atkvæði | 355 | 0,27 |
Heildarfjöldi atkvæða | 129.595 | 100,00 |
Kjósendur á kjörskrá | 143.196 | 90,50 |
Heimild: Hagstofa Íslands |
Fylgi í einstaka kjördæmum
breytaKjördæmi | Albert | Guðlaugur | Pétur | Vigdís |
---|---|---|---|---|
Reykjavík | 24,6 | 29,4 | 15,3 | 30,7 |
Reykjanes | 22,3 | 31,4 | 14,9 | 31,4 |
Vesturland | 14,5 | 35,6 | 13,8 | 36,1 |
Vestfirðir | 9,9 | 34,2 | 18,0 | 37,9 |
Norðurland vestra | 14,2 | 36,8 | 11,1 | 37,9 |
Norðurland eystra | 10,9 | 39,3 | 11,6 | 38,2 |
Austurland | 9,8 | 33,6 | 10,9 | 45,7 |
Suðurland | 20,9 | 32,9 | 11,1 | 35,1 |
Tilvísanir
breyta- ↑ „Þrjú kjörtímabil eru hæfilegur tími í embætti“. Morgunblaðið. 3. janúar 1980. bls. 1.
- ↑ „Kristján Eldjárn ákveðinn að hætta“. Dagblaðið. 31. júlí 1979. bls. 1.
- ↑ „Albert í framboði í forsetakosningum“. Dagblaðið. 1. ágúst 1979. bls. 1.
- ↑ „Ákvörðun mín stendur óbreytt“. Morgunblaðið. 3. janúar 1980. bls. 40.
- ↑ „Framboðsmálin skýrast“. Tíminn. 15. janúar 1980. bls. 1.
- ↑ „Fjöldi áskorana ræður framboði mínu“. Dagblaðið. 15. janúar 1980. bls. 5.
- ↑ „Úrval úr dagskrá næstu viku“. Vísir. 15. janúar 1972. bls. 4.
- ↑ „Vigdís Finnbogadóttir í framboð“. Morgunblaðið. 2. febrúar 1980. bls. 44.
Heimildir
breyta- Hagstofa Íslands
- forseti.is Geymt 1 september 2012 í Wayback Machine
Fyrir: 1968 |
Forsetakjör | Eftir: 1988 |