Forsætisráðherra Tékklands

Forsætisráðherra Tékklands er stjórnarleiðtogi ríkisstjórnar Tékklands sem fer með framkvæmdavald í landinu. Forsætisráðherrann er skipaður af forsetanum og situr í embætti meðan hann nýtur trausts meirihluta í fulltrúadeild tékkneska þingsins.

Núverandi forsætisráðherra er Petr Fiala.

Listi forsætisráðherra Tékklands

breyta
Röð Forsætisráðherra Tímabil Stjórnmálaflokkur
1 Václav Klaus 1993 – 1997 ODS
2 Josef Tošovský 1997 – 1998 Óflokksbundinn
3 Miloš Zeman 1998 – 2002 ČSSD
4 Vladimir Špidla 2002 – 2004 ČSSD
5 Stanislav Gross 2004 – 2005 ČSSD
6 Jiří Paroubek 2005 – 2006 ČSSD
7 Mirek Topolánek 2006 – 2009 ODS
8 Jan Fischer 2009 – 2010 Óflokksbundinn
9 Petr Nečas 2010 – 2013 ODS
10 Jiří Rusnok 2013 – 2014 Óflokksbundinn
11 Bohuslav Sobotka 2014 – 2018 ČSSD
12 Andrej Babiš 2018 – 2021 ANO
13 Petr Fiala 2021 - SPOLU