Forngrísk trúarbrögð
Forngrísk trúarbrögð eru þær trúarskoðanir og venjur sem ríktu um trúarlegar athafnir, svo sem dýrkun guða, fórnir og svo framvegis, í Grikklandi hinu forna, einkum í svonefndum launhelgum. Trúarbrögð voru margvísleg í Grikklandi hinu forna. Bæði voru sögur grísku goðafræðinnar til í mörgum útgáfum en einnig voru siðir og venjur fjölbreyttar um hinn gríska heim. Grísk trúarbrögð höfðu einnig áhrif á trúarbrögð Etrúra og í gegnum þau á Rómversk trúarbrögð.
Rétttrúnaður var aldrei til í forngrískum trúarbrögðum.