Fonseca-flói
Fonseca-flói er flói sem gengur inn í sunnanverða Mið-Ameríku. Þrjú lönd eiga strönd að flóanum: El Salvador, Hondúras og Níkaragva. Spænski landvinningamaðurinn Gil González Dávila uppgötvaði flóann árið 1522 og nefndi hann eftir velgjörðarmanni sínum, Juan Fonseca erkibiskup.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Fonseca-flóa.