Flugslysið á Siglufjarðarflugvelli 2004
Flugslysið á Siglufjarðarflugvelli varð þann 23. júní 2004 þegar TF-ELH, flugvél af gerðinni Dornier 228, magalenti á Siglufjarðarflugvelli. Tveir flugmenn voru um borð og slösuðust ekki.
Flugvélin
breytaFlugvélin var af gerðinni Dornier DO-228-201, tveggja hreyfla háþekja með pláss fyrir 19 farþega. Flugvélin var smíðuð 1985 og var lofthæfisskírteini í gildi. Flugvélin var í eigu og rekstri Íslandsflugs Hf.
Slysið
breytaFlugvélin fór á loft frá Reykjavíkurflugvelli klukkan 18:30 þann 23. júní 2004 með farþega áleiðis til Sauðarkróks. Þeir lentu á Sauðárkróki um klukkan 19:10. Eftir það ákvöðu þeir að taka flug til Siglufjarðar til að endurnýja hæfnisréttindi áhafnarinnar fyrir Siglufjarðarflugvöll. Flugvélin tók á loft frá Sauðárkróki klukkan 19:24 með enga farþega um borð, aðeins tvo flugmenn.[1] Áætlað var að þeir yrðu komnir aftur á Sauðarkrók í kringum klukkan 20:00. Þegar þeir nálgast Siglufjörð aftengdi flugstjórinn framsýnn jarðvara (Enska: Enhanced Ground Proximity Warning System) þar sem áhöfnin taldi að hún hefði ekki upplýsingar við flugvöllinn á Siglufirði. Klukkan 19:32 fékk áhöfnin veðurupplýsingar frá Radíomanni á Siglufirði. Nokkru eftir það fór áhöfnin yfir gátlista fyrir lendingu. Klukkan 19:39 snertilenti flugvélin á Siglufjarðarflugvelli þar sem flugstjórinn var við stjórnina. Áhöfnin talaði sín á milli um að flugmaðurinn skyldi nú taka stjórnina og taka lendingu. Flugvélin tók umferðarhring í mjög lítilli hæð eða um 400-500 feta hæð yfir sjávarmáli. Flugstjórinn benti flugmanninum á að hann væri frekar látt þegar þeir nálguðust þverlegginn. Klukkan 19:41 lenti flugvélin á brautinni með hjólabúnað ennþá uppi og rann flugvélin um 280 metra eftir flugbrautinni. Áhöfnin hafði ekki farið yfir gátlista fyrir þessa lendingu.[heimild vantar]
Orsök
breytaRannsóknarnefnd flugslysa annaðist rannsókn málsins. Í skýrslu þeirra um málið telja þeir helstu orsakir slyssins vera að hjólabúnaðurinn hafi ekki verið settur niður, að gátlistar hafi ekki verið notaðir eftir fyrri lendinguna, framsýnn jarðvari hafi verið aftengdur af áhöfninni, flugmaðurinn hafi tekið við stjórn flugvélarinnar og verið óviss um hvernig aðfluginu skyldi vera háttað og að umferðarhringurinn hafi verið floginn til austurs og því fjallmegin við flugvöllinn frekar en yfir firðinum og því hafi verið lítið svigrúm til aðflugs.[2]
Heimildir
breyta- ↑ „Magalenti á Siglufjarðarflugvelli“. Vísir.is. 23. júní 2004. Sótt 25. janúar 2024.
- ↑ „Skýrsla um flugslys“ (PDF). rnsa.is. Rannsóknarnefnd flugslysa. Sótt 25. janúar 2024.