Flugdreki er leikfang til að láta svífa upp í háloftinn. Við flugdrekann er fest girni sem vefst af kefli og á því heldur sá sem stjórnar flugdrekanum og gefur eftir eða vefur girninu aftur upp á keflið, allt eftir því hvernig hann vill beita flugdrekanum á lofti. Einföldustu flugdrekarnir eru krosslaga stífur (stoðtré) sem halda úti léttu (silki)segli sem lyftir drekanum frá jörðu. Drekar þessir eru oftast með hala, langa borða eða annað efni, sem oftar en ekki eru skreyttir með borðaslaufum. Flugdrekar geta þó verið öllu flóknari og íburðarmeiri en svo.

Fræg er tilraun Benjamíns Franklins árið 1752 þegar hann sannaði að rafmagn væri í eldingunni með hjálp flugdreka.

Hér áður fyrr þýddi flugdreki í raun fljúgandi dreki af kyni skrímsla, og þannig er orðið notað í Guðbrandsbíblíu: Nöðrur og glóandi flugdrekar. Undarlegar loftsjónir sem minntu á dreka nefndu menn einnig flugdreka.

Lítil eðlutegund nefnd Draco volans á latínu, hefur einnig verið nefnd flugdreki á íslensku.

Tenglar

breyta
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.