Flokkaspjall:Saga einstakra þjóða

Latest comment: fyrir 18 árum by Moi

Ætti þessi flokkur að vera til? Í fyrsta lagi finnst mér heiti flokksins ekki heppilegt; orðið „einstakur“ getur þýtt eitthvað á borð við „frábær“ og þess vegna hljómar heiti flokksins eins og „saga frábærra þjóða“ jafnvel þótt sennilega myndi enginn misskilja það þannig. Í öðru lagi sé ég ekki betur en að í flokkinum séu bara undirflokkar um sögur tiltekinna landa. En vitaskuld býr ekki alltaf ein þjóð í hverju landi eða jafnvel ein þjóð í einu landi. Ég tel að það væri betra að skipta þessum flokki út fyrir t.d. „Saga eftir löndum“. --Cessator 26. júní 2006 kl. 15:01 (UTC)Reply

Þá ætti sama að gilda um flokkinn "Fólk eftir þjóðerni". --Akigka 26. júní 2006 kl. 16:04 (UTC)Reply
Ég er ekki viss um það. Í þeim flokki er fólk einmitt flokkað eftir því hvaða þjóð það tilheyrir en ekki eftir því í hvaða landi það býr o.s.frv. Hér eru hins vegar undirflokkar um sögu landa en ekki endilega þjóða. Maður gæti t.d. búist við að finna hér einhvern tímann sögu Tyrklands eða Bandaríkjanna þar sem búa (bjuggu) fleiri en ein þjóð; en slíkar greinar væru bersýnilega um sögu landanna. Nú er t.d. til grein um Giselu Striker, þýskan prófessor sem er búsettur í Bandaríkjunum. Hún á heima í flokknum Þjóðverjar (eða undirflokki hans) sem er í flokknum Fólk eftir þjóðerni af því að hún er Þjóðverji. Greinin Saga Tyrklands ætti hins vegar ekki heima hér af því að það væri grein um sögu lands þar sem búa fleiri en ein þjóð, bæði Tyrkir og Kúrdar. Svo er flokkurinn Fólk eftir þjóðerni skýrari en þessi vegna þess að hugtakið þjóð er illa skilgreint og óljóst en þjóðerni (þrátt fyrir augljósar orðsifjar) er mun skýrara vegna þess að þar er hægt að miða við ríkisfang. --Cessator 26. júní 2006 kl. 16:34 (UTC)Reply
En þar eru samt flokkar eins og "Jamaíkabúar" og "íbúar Gana" sem augljóslega eiga ekki við um "þjóðerni" í þessum skilningi. Þú vilt sum sé meina að "þjóðerni" og "ríkisfang" geti verið það sama, en "þjóð" og "ríki" tvennt ólíkt? Ég er ekki að mæla móti því svo sem. Við gætum t.d. flokkað Abdullah Ocalan sem bæði Tyrkja og Kúrda ef við vildum, og Oscar Wilde sem bæði Englending og Íra. --Akigka 26. júní 2006 kl. 19:14 (UTC)Reply
Svo dettur mér nú í hug að þessi flokkur kynni að vera nothæfur fyrir aðra hluta. Sögu Kúrda t.d., sögu Berba, sögu Vandala, sögu Búrgunda o.s.frv. --Akigka 26. júní 2006 kl. 19:16 (UTC)Reply
Já, það er reyndar rétt. Kannski ætti ég að endurskoða og segja frekar að e.t.v. ætti að nota þennan flokk öðruvísi frekar en að eyða honum en að það sem er í honum núna eigi kannski frekar heima í flokknum Saga eftir löndum. --Cessator 26. júní 2006 kl. 20:31 (UTC)Reply
Flokkun fólks eftir þjóðerni er aldrei einföld, oft erfið og stundum út í hött. Ég veit persónulega um dæmi, sem er eftirfarandi: Maður nokkur átti íslenskan föður og sænska móður. Hann telur sig Íslending, en það stafar eingöngu af því að foreldrar hans bjuggu á Íslandi. Nú giftist hann konu, sem átti skoskt og enskt foreldri og kallar sig Skota. Þau búa á Íslandi og eiga börn, sem kalla sig Íslendinga. En í krafti hvers? Augljóslega er það eingöngu vegna búsetu foreldranna. Svona flokkun getur stundum átt lítinn rétt á sér. Þá er vissulega einfaldara að miða við ríkisfang, en sumt fólk hefur ríkisborgararétt í jafnvel mörgum löndum, svo að það getur orðið erfitt líka. Ég hef enga lausn. --Mói 26. júní 2006 kl. 20:48 (UTC)Reply
Ég held við séum alla vega sammála um að þessi flokkur á ekki við það sem hann inniheldur.--Akigka 26. júní 2006 kl. 21:08 (UTC)Reply
Já, sammála því. --Mói 26. júní 2006 kl. 21:16 (UTC)Reply
Fara aftur á síðuna „Saga einstakra þjóða“.