Flokkaspjall:Saga Bandaríkjanna

Latest comment: fyrir 13 árum by MagnúsSveinnHelgason

Það er slatti af stökum síðum sem hafa verið flokkaðar sem "Bandaríkjamenn" osfv. sem mér finnst eðlilegt að safnist saman undir "Saga Bandaríkjanna". Þegar það er komið meira af þessu efni fer að verða hægt að flokka það nánar á tímabil og aðra undirflokka, t.d. stjórnmálasögu. Enn sem komið er er hins vegar nánast ekkert efni undir sögu Bandaríkjanna, þannig að ég legg til að allt sem hægt er að flokka með einum eða öðrum hætti sem sögu Bandaríkjanna, þmt. stjórnmálasögu, verði sett undir þennan flokk. MagnúsSveinnHelgason 1. október 2010 kl. 00:37 (UTC)Reply

Já, en við skulum samt ekki taka burt flokkinn "Bandaríkjamenn" þar sem hann er; þetta fólk sem þar er er vissulega allt Bandaríkjamenn þótt það eigi enn eftir að finna því stað í undirflokkum þar (eins og "Bandarískir uppfinningamenn", "Bandarískir tónlistarmenn" etc). En sumt af þessu fólki getur líka átt heima hér (eins og Carnegie og Mellon, sem þú varst að setja hingað) og það kemur ekki að sök að hafa greinar í mörgum ólíkum flokkum. --Cessator 1. október 2010 kl. 00:49 (UTC)Reply
Ég er búinn að vera að endurflokka töluvert af efni sem tengist Bandaríkjunum - ég held ekki að ég sé búinn að vera að taka flokka af neinu, ef svo er voru það sennilega mistök! MagnúsSveinnHelgason 1. október 2010 kl. 01:01 (UTC)Reply
Fara aftur á síðuna „Saga Bandaríkjanna“.