Flúorít
Flúorít tilheyrir hópi halíðsteinda. Flúorít dregur nafnið af efnasamsetningu sinni. Auðvelt er að bræða steindina og hún hefur verið notuð sem hjálparefni við stál-og álframleiðslu.
Lýsing
breytaMyndar teninga eða áttflötunga, tvíburavöxtur algengur. Stærð kristala 0,5-5 cm. Kúlur eða hvirfingar með blaðlaga geislun. Grænleitt eða dauffljólublátt. Hálfgegnsætt með glergljáa.
- Efnasamsetning: CaF2
- Kristalgerð: kúbísk
- Harka: 4
- Eðlisþyngd: 3,1-3,2
- Kleyfni: góð á fjóra vegu
Útbreiðsla
breytaFinnst á Íslandi við jaðra granófýrinnskota og sem ummyndun í rótum rofinna megineldstöðva. Hefur fundist í Lýsuhyrnu á Snæfellsnesi en er líka að finna í Breiðdal.
Heimild
breyta- Kristján Sæmundsson og Einar Gunnlaugsson (1999) Íslenska steinabókin. ISBN 9979-3-1856-2