Flæmskt rauðöl
Flæmskt rauðöl er fremur súrt öl frá Belgíu. Það er fremur létt, 5-6% rautt til brúnt að lit og með einkennandi súrum ávaxtakeim sem verður til við gerjun með öðru geri en ölgeri, oftast mjólkursýrugerlum, og með löngum geymslutíma (ár eða meira) á eikartunnum. Rauði liturinn kemur úr sérstöku malti. Fullþroskað öl er oft blandað með yngra öli til að jafna bragðið.