Fjarskiptastöð bandaríkjaflota við Grindavík

Fjarskiptastöð bandaríkjaflota við Grindavík (e. Naval Transmitter Facility Grindavik, NRTF Grindavik) er fjarskiptastöð rétt vestan við Grindavík sem rekin er af bandaríska flotanum. Fjarskiptastöðin samanstendur af tveimur útvarpsmöstrum fyrir langbylgjusendingar. Möstrin eru 243,8 og 182,9 metra há en hærra mastrið er næsthæsta mannvirki á Íslandi á eftir langbylgjumastrinu á Gufuskálum.

Loftmynd af NRTF Grindavik