Fjörbaugsgarður

Fjörbaugsgarður var ein þriggja tegunda refsinga sem beitt var á þjóðveldisöld samkvæmt lögum Grágásar. Þeir sem fengu þennan dóm kölluðust fjörbaugsmenn og var þeim skylt að fara af landi brott innan þriggja sumra frá því að þeir voru dæmdir og skyldu þeir dveljast erlendis í þrjú ár. Fjörbaugsgarður er séríslensk refsing sem tekin var upp skömmu fyrir kristnitöku.