Fjármagnshöft
Fjármagnshöft eru svæðisbundnar takmarkanir sem settar eru á flutning og/eða notkun fjármagns til og/eða frá viðkomandi svæði. Fjármagnshöft eru að því leyti frábrugðin gjaldeyrishöftum að þau ná almennt til ákveðinna tegunda fjármagnsflutninga óháð því hvaða gjaldmiðla er um að ræða.
Á Íslandi voru fjármagnshöft innleidd í kjölfar bankahrunsins 2008 til þess að hemja fjármagnsútflæði vegna falls bankanna, en sömu takmarkanir voru hinsvegar ekki lagðar á almenn vöru- og þjónustuviðskipti. Þann 8. júní 2015 kynnti ríkisstjórn Íslands áætlun um losun fjármagnshafta sem stefnt yrði að í tengslum við uppgjör slitabúa föllnu bankanna, en þeirri áætlun var að hluta til komið til framkvæmda með lögum um nauðasamninga fjármálafyrirtækja og sérstakan stöðugleikaskatt sem voru samþykkt á Alþingi þann 3. júlí sama ár.
Tengt efni
breytaTenglar
breyta- Spurt og svarað um gjaldeyrismál og fjármagnshöft Geymt 28 ágúst 2015 í Wayback Machine á vef Seðlabanka Íslands
- Spurt og svarað um gjaldeyrismál og fjármagnshöft á vef Fjármálaeftirlitsins
- Aðgerðaáætlun til losunar fjármagnshafta á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins
- Lög nr. 59, 9. júlí 2015 um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, með síðari breytingum (nauðasamningar).
- Lög nr. 60, 9. júlí 2015 um stöðugleikaskatt.