Fjármagn á 21. öldinni
Bók eftir Thomas Piketty frá árinu 2013
Fjármagn á 21. öldinni er bók eftir franska hagfræðinginn Thomas Piketty. Bókin er um 700 blaðsíður og kom út í Frakklandi árið 2013. Hún heitir á frummálinu Le Capital au XXIe siècle en ensk þýðing kom út 2014 og er titill þeirrar útgáfu Capital in the Twenty-First Century.
Bókin vakti strax mikla at hygli og varð metsölurit en slíkt er óvanalegt um fræðibækur í hagfræði. Bókin þykir vel skrifuð og texti hennar einfaldur og skýr. Byggt er á miklu gagnasafni og rannsóknum höfundar.